Ellefta brautskráningin

Nýstúdentar mynd GK
Nýstúdentar mynd GK
Ellefu stúdentar brautskráðust frá Menntaskólanum á Tröllaskaga í morgun. Fimm af félags- og hugvísindabraut, einn af íþrótta- og útivistarbraut, þrír af náttúruvísindabraut, einn af kjörnámsbraut og einn lauk viðbót við starfsnám til stúdentsprófs. Sex nemendanna luku prófi á tveimur og hálfu ári. Samtals hefur skólinn brautskráð 108 nemendur.

Ellefu stúdentar brautskráðust frá Menntaskólanum á Tröllaskaga í morgun. Fimm af félags- og hugvísindabraut, einn af íþrótta- og útivistarbraut, þrír af náttúruvísindabraut, einn af kjörnámsbraut og einn lauk viðbót við starfsnám til stúdentsprófs. Sex nemendanna luku prófi á tveimur og hálfu ári. Samtals hefur skólinn brautskráð 108 nemendur.

Lára Stefánsdóttir, skólameistari þakkaði útskriftarnemum fyrir að hafa verið gagnrýnin, glöð og gert skólann hlýlegan með brosi sínu. Hún óskaði þeim velfarnaðar hvað sem þau tækju sér fyrir hendur. Í ræðu sinni gerði Lára harða hríð að tveimur mýtum. Önnur er sú að lítill skóli í fámennu byggðalagi hljóti að vera lélegri en stærri skólar á stærri stöðum. Þetta væri rangt, varðandi gæði skóla skipti menntunarstig og nýsköpunarvilji kennara og annarra starfsmanna mestu. Í öðru lagi gagnrýndi Lára þá umræðu að stúdentspróf væri að verða lélegra, það væri að breytast, markmiðið væri að mennta fólk fyrir nútímann og framtíðina en ekki fyrir fortíðina. Þess vegna væri prófið að breytast.

Sif Þórisdóttir flutti ávarp nýstúdents. Hún sagði útskriftarhópurinn hefði lært allt milli himins og jarðar, næstum náð að snerta himininn í klettaklifri en líka lært að nota köfunarbúnað í sundlauginni. Hún sagði að lífsgleði og hjálpsemi hefði komin hópnum í gegn um námið þetta væri fjölbreyttur hópur sem hefði sýnt þrautseigju og útskrifaðist því í dag. Sif þakkaði kennurum skólans, stjórnendum og öðru starfsfólki sérstaklega fyrir hönd hópsins.

Hjá Ingu Eiríksdóttur, fjármálastjóra kom fram að 230 nemendur stunduðu nám við skólann á haustönn. Það er sami fjöldi og á vorönninni. Um 100 nemendur voru skráðir í dagskóla en aðrir stunduðu fjarnám, þar af tólf nemendur í tíunda bekk grunnskóla. Á haustönn voru nemendur flestir á félags- og hugvísindabraut 96, á náttúruvísindabraut voru 67, á listabraut 42, á íþróttabraut 29, á starfsbraut 10 og átta voru skráðir í viðbótarnám til stúdentsprófs. Úr Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð komu 43% nemenda en 57% úr öðrum byggðarlögum, þar af 28% af höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn voru 23 á önninni. Myndir