Fréttir

Bætum heilsuna

Menntaskólinn á Tröllaskaga verður formlega lýstur heilsueflandi framhaldsskóli á mánudag. Fáni verkefnisins verður dreginn að hún við skólann í fyrsta sinn, afhjúpað verður skilti um heilsueflinguna á skólalóðinni og fleira gert til að marka tímamótin. Markmiðið verkefnisins er að vinna markvisst að velferð og góðri heilsu nemenda í framhaldsskólum. Rannsóknir hafa sýnt að árangur nemenda er betri ef umhverfi þeirra er heilsueflandi. Svo líður þeim líka betur.
Lesa meira

Sérfræðingur í innra mati skóla

Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir, aðstoðarskólameistari MTR hefur lokið meistaraprófi í opinberri stjórnsýslu, MPA, frá Háskóla Íslands. Lokaverkefni hennar fjallar um innra mat skóla. Í umsögn segir að mikil þörf hafi verið á athugun sem þessari og framkvæmd hennar hafi verið til fyrirmyndar. Verkefnið geti nýst vel við þróun innra mats í framhaldsskólum
Lesa meira

Góður gestur

Rakel Sölvadóttir framkvæmdastjóri Skema kom í heimsókn í skólann á föstudag. Rakel hefur verið einarður baráttumaður fyrir forritunarkennslu í íslenskum skólum. Hún hefur bent á að skólakerfið sinni ekki þörfum samfélagsins heldur reiði sig um of á aðrar þjóðir þegar kemur að því að skapa hugbúnað. Íslendingar kunni hinsvegar vel að nota hann þegar aðrir hafi búið hann til.
Lesa meira

Knattspyrnuakademía

Sextán strákar æfa knattspyrnu síðdegis á mánudögum og miðvikudögum í Íþróttahúsinu í Ólafsfirði. Þetta er knattspyrnuakademía MTR. Markmiðið er fyrst og fremst að stákarnir bæti tækni sína og leikskilning, segir Óskar Þórðarson, kennari og íþróttaþjálfari
Lesa meira

Sköpunarsagan í anddyrinu

Nemendur í listasögu hafa lokið túlkun sinni á einu frægasta verki listasögunnar – lofti Sixtínsku kapellunnar – og má sjá afraksturinn í anddyri skólans. Hætt var við að festa myndirnar í loftið enda höfðu nemendur bara tvær vikur til verksins en Michaelangelo starfaði að sínu verki í mörg ár.
Lesa meira

Listnámsbraut getur leitt til margs

Ástþór Árnason er tvítugur nemandi á Listnámsbraut í Menntaskólanum. Hann ætlar að útskrifast um næstu jól. Eftir útskriftina stefnir Ástþór á að fara í húðflúrsskóla í Bandaríkjunum. Skólinn sem að hann langar í heitir Tattoo Learning Center og var stofnaður árið 2003.
Lesa meira

Klara Mist gestafyrirlesari

Nemendur á starfsbraut sátu agndofa og hlustuðu á frásögn Klöru Mist Pálsdóttur af ferðum sínum til Kenía og Indlands í sumar. Hún var sjálfboðaliði á vegum Múltí Kúltí samtakanna í einn mánuð á hvorum stað. Á Indlandi málaði hún og snyrti til á heimilum fyrir munaðarlaus börn en í Kenía voru störfin margvísleg.
Lesa meira

Matarsala nemendafélagsins

Nemendafélag MTR selur mat og drykki í skólanum. Þetta er fjáröflun fyrir félagið, það fær ákveðna prósentu af sölu. Guðni Brynjólfur Ásgeirsson, formaður nemendaráðs segir að nú geti bæði nemendur og kennarar keypt létta rétti, brauðmeti, drykki og fleira þegar hungrið sverfur að.
Lesa meira

Nýmiðlun

Róttækar breytingar eru að verða á formi og inntaki fjölmiðla. Þær snerta allan almenning, miðlana sjálfa og auglýsendur. Þórarinn Stefánsson eigandi sprotafyrirtækisins Mobilitus fjallaði um nýjustu breytingar og líklega þróun í fjölmiðlun í fyrirlestri í námsáfanganum FÉL3F05 í morgun.
Lesa meira

Sixtínska í MTR!

Nemendur í listasögu vinna þessa dagana saman að gerð loftmyndar í anddyri skólans. Hópurinn ætlar að endurgera með sínum hætti eitt frægasta verk listasögunnar - loft sixtínsku kapellurnar eftir Michaelangelo, einn helsta meistara endurreisnartímans.
Lesa meira