Almennt
16.09.2013
Árið 2015 verður stórt ár hjá Rauðku á Siglufirði. Þá verður Hótel SUNNA opnað en nú er beðið eftir að fylling undir húsið sigi í bátahöfninni. Hótelið verður tvær hæðir og mun skarta fjórum stjörnum. Finnur Yngvi Kristinsson hjá Rauðku greindi nemendum í Tröllaskagaáfanga frá því að þörf væri á mörgum nýjum starfsmönnum á árinu 2015.
Lesa meira
Almennt
13.09.2013
Frumkvæði sköpun og áræði eru einkunnarorð skólans. Í þessu getur meðal annars falist að þora að vera öðruvísi og hafa aðrar hefðir en ríkja í framhaldsskólum annars staðar á landinu. Busun nýnema tíðkast ekki Menntaskólanum á Tröllaskaga en í staðinn hjálpa nemendur eigendum sauðfjár í Ólafsfirði við smölun og rekstur til réttar.
Lesa meira
Almennt
13.09.2013
Tröllaskagi er þekktur á heimsvísu í hópi fólks sem rennir sér á skíðum utan brauta í bröttum fjöllum. Margar erlendar ferðaskrifstofur selja fjallaskíðaferðir á skagann og á háannatímanum, í apíl og maí, fylla þessir gestir nær allt gistirými í Svarfaðardal, Skíðadal, á Dalvík og í Ólafsfirði. Þetta kom fram hjá Jökli Bergmann þegar hann heimsótti nemendur í Tröllaskagaáfanga.
Lesa meira
Almennt
12.09.2013
Sifjar eru þema vikunnar í mannfræðiáfanganum FÉL3B. Sifjakerfin veita einstaklingum stöðu, eru öryggisnet og hafa áhrif á hegðun. Til að þekkja stöðu sína og kunna að hegða sér rétt þarf fólk að kunna að rekja ætt sína. Hér sýnir Elfa Sif hverngi ættartré lítur út ef ætt er rakin í kvenlegg en Finnur sýnir dæmi um ættrakningu í karllegg.
Lesa meira
Almennt
11.09.2013
Mikið stendur til í félagslífi nemenda á föstudag. Kennsla fellur niður frá hádegi og nemendur taka þátt í að reka fjársafn Ólafsfirðinga í gegn um bæinn. Fjárhópurinn fer eftir götunum til réttar. Ólík iðja verður upp tekin á föstudagskvöld þegar áhugamenn um tölvuleiki og kvikmyndir hittast í skólanum.
Lesa meira
Almennt
10.09.2013
Nemendur í Tröllaskagaáfanga kíktu á mannlífið í Ittoqqortoormiit í gær í gegn um glugga Byggðasafnsins Hvols á Dalvík í leiðsögn Írisar Ólafar Sigurjónsdóttur, forstöðumanns safnsins. Ittoqqortoormiit er fimm hundruð manna bær norðarlega á austurströnd Grænlands. Í kílómetrum talið er Bolungarvík næsti þéttbýlisstaður.
Lesa meira
Almennt
05.09.2013
Oftast kennir kennari nemendum, þess vegna hefur hann þennan titil. En stundum er hlutverkum snúið við. Einn nýju kennaranna í MTR kemur frá Bandaríkjunum og kann lítið í tungumálinu okkar. Meðal þeirra sem vinna hörðum höndum að því að bæta íslenskukunnáttu Jeromys eru nemendur á starfsbraut.
Lesa meira
Almennt
04.09.2013
Gaman er að læra að renna sér á brimbretti. Ekki síst þegar veðrið er kyrrt og sólin skín eins og í dag. Öldurnar vantaði að vísu en kom ekki að sök þar sem þetta var frumraun nemendanna í sjónum. Æfð voru tækinileg atriði við meðferð brettis og annars búnaðar.
Lesa meira
Almennt
03.09.2013
Síldarminjasafnið er í auknum mæli upplifunarsafn. Í sumar hafa verið haldnar þar tuttugu og fimm sýningar á síldarsöltun en skipulagðar sýningar af því tagi á vegum safnsins eru aðeins sex eða sjö yfir sumarið. Ferðaskrifstofur hafa pantað flestar sýningarnar fyrir hópa á sínum vegum. Talsverð fyrirhöfn fylgir hverri sýningu, það þarf að útvega síld, kalla út nokkrar síldarstúlkur og fleira
Lesa meira
Almennt
29.08.2013
Sigurður Ægisson prestur á Siglufirði er einn af velunnurum skólans. Hann var svo höfðinglegur að gefa okkur myndverk í sumar sem nú prýðir skólann. Þetta er vatnslitamynd sem Sigurður málaði árið 1999 og nefnist Tímans tönn. Hún sýnir part úr húsi sem búið er að rífa en var í Sléttuhlíð á Tröllaskaga. Ryðið er að naga sig í gegnum bárujárnið.
Lesa meira