MTR meðal leiðandi íslenskra vinnustaða

Eitt af þeim verkfærum sem stjórnendur Menntaskólans á Tröllaskaga nota til að leiða skólann fram á við eru rauntíma mannauðsmælingar frá HR Monitor. Starfsfólk skólans svarar reglulega spurningakönnunum frá stjórnendum sem veitir því frekari tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri og hafa áhrif á vinnustaðnum. Þessi svör veita stjórnendum rauntímaupplýsingar um mannauðsmál fyrirtækisins og gerir þeim kleift að bregðast skjótt við breyttum aðstæðum og auka þar með virkni starfsmanna. Spurningarnar eru 9 í hvert sinn og lúta m.a. að starfsánægju, sjálfstæði til ákvarðanatöku, stuðningi frá stjórnendum, kröfum um árangur og þróun í starfi.

Á síðasta ári fékk skólinn viðurkenningu frá HR Monitor sem einn þeirra leiðandi íslenskra vinnustaða sem uppfylla ströng skilyrði til að vera útnefndur Mannauðshugsandi vinnurstaður árið 2023.