Allir hafi rödd

Timeout
Timeout

Undanfarna tvo daga hefur starfsfólk skólans setið námskeið um samræðuaðferð sem kallast Timeout. Leiðbeinandi var Laura Arikku frá Timeout Foundation í Finnlandi og kom hún sem sérfræðingur í þessum efnum á vegum Erasmus+. Henni kynntust fulltrúar MTR í Nordplus verkefni sem þeir sóttu í Helsinki þar sem umfjöllunarefnið var virk borgaravitund. Timeout hefur gefið góða raun í skólakerfinu í Finnlandi sem og hjá ýmsum félagasamtökum og fleiri aðilum þar í landi. Aðferðin er hagnýtt verkfæri til að skipuleggja og skapa opna umræðu þar sem allar raddir fá að heyrast. Leiðbeinandi stýrir umræðunum og styðst við ákveðnar grunnreglur þannig að allir fái að segja sína skoðun eða lýsa sinni reynslu.

Timeout býður upp á tækifæri til að staldra við og íhuga hlutina og verkfærin sem fylgja hjálpa til við að virkja þá sem taka venjulega ekki þátt í umræðum. Starfsfólk skólans sá ýmis tækifæri í þessari aðferð og hlakkar til að nota hana á næstu mánuðum í skólastarfinu, bæði með nemendum sem og í starfsmannahópnum.

 Myndir