Að nýta sér tæknina

Að nýta sér tæknina mynd GK
Að nýta sér tæknina mynd GK

Upplýsingatækni dreifnáms er einn af grunnáföngum skólans. Allir nemendur skólans sitja þann áfanga og reynt er að koma honum sem fyrst inn á námsferilinn. Í þessum áfanga er lögð áhersla á að kenna undirstöðuatriði í notkun á tölvum og upplýsingamennt og að nemendur læri að skipuleggja sig í námi. Leitast er við að nýta frían hugbúnað og þann sem fyrir er í tölvunni. Lögð er áhersla á hugbúnað í skýinu og að nemendur þjálfist í notkun ýmissa forrita. Þessa þekkingu nýta nemendur sér svo við að vinna verkefni í hinum ýmsu námsgreinum.

Kennarar áfangans á þessari önn eru Birgitta Sigurðardóttir, Björk Pálmadóttir og Inga Eiríksdóttir og má með sanni segja að þær sýni í verki það sem þær kenna og nýti tæknina til hins ýtrasta, nemendum til hagsbóta. Björk býr á Spáni og kennir þaðan. Oft kennir hún í gegnum svokallaða nærveru, fjarstýrt vélmenni sem hún keyrir um gangana. Einnig nýta þær stöllur fundarherbergi á netinu þar sem nemendur og kennarar koma saman í rafheimum. Fjarnemar geta einnig tekið þátt með þessum hætti. Birgitta var fjarri á dögunum en það kom þó ekki í veg fyrir að kennslustund gæti farið fram. Nemendur og kennarar komu saman í hinni rafrænu kennslustofu, Birgitta tók mætingu og Inga fór yfir námsefnið svo nemendur gætu byrjað að vinna að verkefnum vikunnar.

Skólinn tekur þátt í mörgum verkefnum með skólum erlendis og kennarar sem nemendur fara í ferðir til annarra landa til að sinna þeim. Það þýðir þó ekki að annað nám og kennsla sé í biðstöðu á meðan því kennarar sinna kennslu í gegnum netið og nemendur vinna sín verkefni og skila.