- Skólinn
- Námið
- Fjarnám
- Þjónusta
Verkferill þegar upp kemur (grunur um) einelti
Komi upp grunur um einelti er það tilkynnt til náms- og starfsráðgjafa eða annars starfsfólks á þar til gerðu eyðublaði sem hægt
er að nálgast hér á síðunni: Tilkynning um (grun um) einelti. og einnig
í afgreiðslu skólans. Blaðinu er komið til náms- og starfsráðgjafa. Tilkynning getur einnig borist munnlega eða með því að senda
tölvupóst á mtr@mtr.is
Náms- og starfsráðgjafi skoðar málið í samræmi við skilgreiningu skólans á einelti og ákveður næstu skref.
Ef náms- og starfsráðgjafi metur að um einelti sé að ræða er eineltisteymið kallað saman og vinnur það eftir ákveðnu
vinnuferli:
Náms- og starfsráðgjafi gerir viðkomandi kennurum, skólastjórnendum og öðru starfsfólki grein fyrir stöðu mála.
Ef ofangreindar aðgerðir bera ekki árangur að mati náms- og starfsráðgjafa og skólastjórnenda og grunur um einelti staðfestur vísar
skólameistar geranda úr skóla í einn dag skv. 2. mgr. 33. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008, enda er einelti brot á skólareglum. Sé
eineltið alvarlegt og jafnvel refsivert skv. lögum getur skólameistari ákveðið að grípa til frekari ráðstafana skv. sömu
lögum.
Sé nemandi yfir 18 ára aldri er ekki haft samband við foreldra nema með gefnu leyfi nemandans.
Ef nemandi er beittur einelti er það siðferðisleg skylda samnemenda, starfsfólks, kennara og skólastjórnenda að skerast í leikinn.
Tilkynning um grun um einelti
Endurskoðað 18. september 2013