UPPE2UE03 - Upplýsingarækni eldri borgara

Upplýsingatækni eldri borgara

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Nemendur læra að kenna eldri borgurum að hagnýta upplýsingatækni sér til gagns í daglegu lífi. Skoðaðar eru kennsluaðferðir sem hægt er að hagnýta til að eldri borgari geti tileinkað sér hugbúnað mismunandi tækja s.s. farsíma, spjaldtölvu og tölvu. Farið yfir hvers konar hugbúnaður nýtist eldri borgurum og til hvers.

Þekkingarviðmið

  • hvernig eldra fólk lærir að hagnýta hugbúnað
  • hvernig hægt er að byggja upp öryggi við notkun tækninnar
  • hvernig styðja má eldri borgara til að auka lífsgæði sín með notkun tækninnar
  • hvernig má útskýra upplýsingatækninotkun ungmenna fyrir eldri borgurum

Leikniviðmið

  • beita viðeigandi aðferðum við kennslu á hugbúnað
  • vera í samskiptum við eldri borgara um tækni
  • útskýra tilgang og markmið með mismunandi hugbúnaði
  • miðla eigin reynslu og þekkingu á upplýsingatækni

Hæfnisviðmið

  • kenna eldri borgurum á tækni
  • finna verkfæri sem nýtast eldri borgurum í daglegu lífi
  • skilja hvaða upplýsingatækni gagnast eldri borgurum
  • átta sig á kynslóðamun í notkun upplýsingatækni
Nánari upplýsingar á námskrá.is