LÍFF3ET05 - Erfðafræði

Erfðafræði og líftækni

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: LÍFF2GL05
Meginefnisþættir áfangans eru erfðafræði mannsins og líftækni. Farið verður yfir Mendelska erfðafræði og skilgreiningu líftækninnar. Áhersla á sameindaerfðafræði; litninga og gen; afritun, umritun og þýðingu erfðaefnis; stökkbreytingar og genatjáningu; erfðafræði örvera; grunnatriði erfða- og líftækni, í tengslum við plöntur og dýr. Álitamál innan erfða- og líftækni tekin fyrir, m.a. um erfðabreytingu og klónun lífvera.

Þekkingarviðmið

  • hugtökum Mendelskrar erfðafræði
  • erfðafræði manna og annarra tvílitna lífvera
  • byggingu DNA og litninga, afritun og próteinmyndun
  • stökkbreytingum á erfðaefni og tengslum við þróun
  • aðferðum innan erfða- og líftækninnar
  • líftækni plantna og dýra
  • álitamálum erfðafræði
  • lesa erfðafræðilegar upplýsingar mismunandi miðla í máli og myndum

Leikniviðmið

  • rekja einfaldar erfðir
  • ákvarða líkur á erfðum tengdra og ótengdra eiginleika
  • tengja saman basaröð í DNA, basaröð í RNA og amínósýruröð próteina
  • lesa erfðafræðilegar upplýsingar mismunandi miðla í máli og myndum
  • tjá sig um erfðafræðileg málefni á skýran hátt

Hæfnisviðmið

  • nýta upplýsingar um arfmynstur
  • leggja mat á upplýsingar sem tengjast erfðafræðilegum viðfangsefnum á gagnrýninn hátt
  • taka þátt í umræðum um erfðafræðileg málefni
  • rökræða siðfræðileg álitamál innan erfða- og líftækni
  • taka rökstudda afstöðu í álitamálum innan erfða- og líftækni
Nánari upplýsingar á námskrá.is