ÍSAN1AB05 - Íslenska sem annað mál 2

atvinnulíf, bókmenntir, framsögn, ritun

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: ÍSAN1AA05 eða sambærilegur áfangi
Áfanginn er ætluðum nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku og hafa dvalið í lágmark eina önn á Íslandi. Áfanginn samsvarar A1 – A2 í evrópska tungumálarammanum. Í áfanganum er lögð áhersla á íslenskan orðaforða sem tengist nærumhverfi nemenda, framburð, hlustun, lestur og ritun. Unnið er með alla færniþætti jafnt því markmiðið er að nemendur geti skilið og tjáð sig á íslensku um sjálfa sig og nærumhverfi sitt. Málnotkun sem tengist daglegu málið, þ.m.t. sagnbeygingar í nútíð og þátíð.

Þekkingarviðmið

  • orðaforða og málnotkun sem tengist nærumhverfi og daglegum athöfnum
  • lestur stuttra texta um kunnugleg málefni
  • frásögn í nútíð og þátíð

Leikniviðmið

  • lesa einfalda texta og greina innihald
  • segja frá eigin athöfnum í nútíð og þátíð
  • tjá sig í ræðu og riti um athafnir og atriði sem tengjast nærumhverfi þeirra

Hæfnisviðmið

  • tjá sig á einfaldri íslensku um eigin athafnir og nærumhverfi sitt
  • fara eftir munnlegum og skriflegum leiðbeiningum
  • segja frá og skilja þegar aðrir segja frá eigin athöfnum
Nánari upplýsingar á námskrá.is