SAFN2SF05 - Safnafræði

Safnafræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: INNF1IF05
Í þessum áfanga læra nemendur um starfsemi safna og hvaða þýðingu söfn hafa fyrir samfélagið. Nemendur læra grundvallarhugtökin söfnun, varðveisla, rannsóknir og miðlun. Nemendur munu skoða menningarstofnanir, safn, listasafn, og byggðasöfn og kynnast innri starfsemi safna.

Þekkingarviðmið

  • starfsemi safna og menningarstofnana
  • hlutverki safna og menningarstofnana í samfélaginu
  • tengingu safnafræðinnar við nærsamfélagið
  • mikilvægi gagnrýninnar hugsunar í tengslum við sögu, menningararf og varðveislu

Leikniviðmið

  • beita gagnrýninni hugsun á uppbyggilegan hátt
  • nýta þekkingu sína í rannsóknir
  • að nýta sér safnkost í nærumhverfi sínu

Hæfnisviðmið

  • tjá rökstudda afstöðu og taka þátt í málefnalegri umræðu um söfn
  • meta eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt
  • beita gagnrýninni hugsun og viðurkenndum aðferðum við að koma skoðunum sínum á viðfangsefnum greinarinnar á framfæri
Nánari upplýsingar á námskrá.is