LÝÐH1JÓ02 - Jóga

jóga

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Í áfanganum er megináhersla lögð á að nemendur fái tilfinningu fyrir áhrifum hreyfingar á líðan sína, andlega og líkamlega. Farið er í gegnum æfingar sem þjálfa upp styrk, jafnvægi, stöðugleika og liðleika. Í jóga eru hreyfingar gerðar í takt við eigið öndunarflæði. Áhersla er lögð á að hver og einn geti tekið þátt í æfingunum á sínum forsendum. Í lok hvers tíma er farið í gegnum æfingar sem róa hugann og endað í slökun. Mikið er lagt upp úr líkamsvitund, einbeitingu og slökun hugans.

Þekkingarviðmið

  • Mikilvægi flæðis öndunar í hreyfingum og stöðum
  • Hvaða álagsstig hentar best til bætingar á líkamsástandi
  • Æskilegum aðferðum til þjálfunar líkamans
  • Mikilvægi slökunar

Leikniviðmið

  • Einbeita sér að æfingum tímans og útiloka önnur verkefni sem bíða dagsins
  • Fylgja eftir einföldum jógaæfingum í tíma út frá eigin getu
  • Tengja saman öndun og hreyfingu í eðlilegt flæði
  • Stunda líkams- og heilsurækt
  • Stuðla að bættri líkamsbeitingu

Hæfnisviðmið

  • Draga úr streitu við krefjandi aðstæður með öndunartækni
  • Tileinka sér rétta æfingatækni og líkamsbeitingu við jógaþjálfun
  • Stunda reglulega, fjölbreytta hreyfingu eftir áhuga
  • Stunda líkamsrækt í nánasta umhverfi og úti í náttúrunni
Nánari upplýsingar á námskrá.is