NÁTT1NL02 - Náttúrulæsi

Náttúrulæsi

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Í áfanganum er farið yfir grunnatriði sem tengjast náttúrulæsi í íslenskri náttúru; lifandi fræðsla um náttúruna og áskoranir sem styrkja einstaklinga og hópa. Unnið er að aukinni þekkingu og tengingu við nánasta umhverfi og átthaga. Áfanginn er heilsueflandi og markið hans að ýta undir áhuga á útivist sem aftur gæti þróað meiri virkni og samveru fjölskyldna í framhaldinu.

Þekkingarviðmið

  • náttúru, náttúruvernd, sögu og menningarminjum
  • þeirri virðingu sem nauðsynleg er í umgengni við náttúruna til framtíðar

Leikniviðmið

  • nýta sér skapandi hugsun og eigin færni í umgengni við náttúruna
  • beita fjölbreyttri gagnaöflun um umhverfi sitt og náttúru

Hæfnisviðmið

  • sinna áhuga sínum á náttúrunni
  • þekkja styrkleika sína og veikleika í umgengni við náttúruna
Nánari upplýsingar á námskrá.is