RAFÍ3MÞ05 - Rafíþróttir, mótahald og þjálfun

Mótahald og þjálfun

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: 5 einingar í rafíþróttum á 2. þrepi
Nemendur ígrunda og sérhæfa sig í þekkingu á rafíþróttum og menningu tengdri þeim. Nemendur vinna markvisst að því alla önnina að skipuleggja, standa fyrir og vinna að rafíþróttamótum fyrir aðra nemendur skólans og/eða jafnvel í samstarfi við félagsmiðstöðvar eða íþróttafélög. Nemendur skipuleggja og standa fyrir útsendingum frá rafíþróttaleikjum. Nemendur dýpka þekkingu sína á forritum, aðbúnaði og undirstöðum rafíþrótta. Nemendur tengja áfram saman heilsutengda þætti, svefns, næringar, líkamsbeitingar, stoðkerfisins og vinnuaðstöðu. Þekking nemenda á mikilvægi andlegrar og líkamlegrar heilsu dýpkuð. Áhersla lögð á fjölbreytta spilun og að nemendur kynni sér leikjaúrval rafíþróttaheimsins, viðskiptahliðina og mikilvægi góðs skipulags og liðsheildar. Nemendur sérhæfa sig og sitt hlutverk í rafíþróttaheiminum; spilari, þjálfari, skipuleggjandi eða tengiliður við fjölmiðla svo eitthvað sé nefnt. Nemendur munu hafa áhrif á efni áfangans og verkefnin út frá hlutverki sem þeir velja sér.

Þekkingarviðmið

  • Mikilvægi markvissrar og skipulagðrar þjálfunar í takt við markmið sín
  • Áhrifum heilsu, næringar, hreyfingar og svefns á frammistöðu sína
  • Þjálfun í tölvuleikjaspilun í víðu samhengi
  • Áherslum í undirbúningi fyrir rafíþróttarviðburði
  • Hvernig er að vera hluti af góðri liðsheild á jafnréttisgrundvelli
  • Hvernig snerpa og andlegt og líkamlegt jafnvægi geta bætt frammistöðu leikmanna
  • Hvað einkennir hlutverk viðburðastjóra, skipuleggjanda og annarra í rafíþróttum

Leikniviðmið

  • Spilun rafíþrótta í takt við markmið sín og liðsins
  • Sýna virðingu í öllum samskiptum
  • Iðka fjölbreyttar æfingar, teygjur og leiki í takt við markmið sín
  • Nota samfélagsmiðla til að koma liðinu á framfæri
  • Beita skapandi, lausnamiðaðri hugsun í öllum aðstæðum
  • Nýta sér slökunar- og fókusæfingar þegar streita hefur áhrif á spilun
  • Nýta sér hreyfingu til að bæta spilun, líðan og getu í rafíþróttum
  • Undirbúa og standa fyrir rafíþróttamóti

Hæfnisviðmið

  • Taka þátt í æfingum með sínu liði af heilindum
  • Þekkja tengsl andlegrar, félagslegrar og líkamlegrar heilsu og áhrif þeirra á leikjaspilun
  • Að þekkja og skilja tilfinningar sínar, getu, veikleika og styrkleika og áhrif þeirra á leikjaspilun
  • Skipuleggja og halda rafíþróttamót
  • Gefa og taka við uppbyggilegri gagnrýni
  • Eiga jákvæð og skilvirk samskipti við liðsfélaga
  • Stuðla að jafnrétti í rafíþróttum
Nánari upplýsingar á námskrá.is