UMHV3VU05 - Vist- og umhverfisfræði

Vist- og umhverfisfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: 10 einingar á 2. þrepi í raungreinum eða umhverfisfræði.
Í áfanganum er fjallað um helstu vistferla í vistkerfum, hringrásir, fæðutengsl, stofna og framvindu. Fjallað er um áhrif vistbreytinga á loft, láð og lög. Viðfangsefni tengjast nærumhverfi nemenda og samfélagi en taka um leið mið af því sem gerist í umheiminum. Umhverfismál eru í brennidepli í áfanganum og fjallað um gróðurhúsaáhrif, ósonlagið, súrnun sjávar, hringrásir efna, hnattræn umhverfisáhrif og alþjóðleg samvinnu og stefnumörkun í umhverfismálum. Fjallað er um náttúrusiðfræði og sjálfbæra þróun. Nemendur vinna með hugtök, þekkingu og umræðu úr umhverfisfræði sem tengjast orkugjöfum og auðlindanýtingu. Nemendur kynnast mismunandi orkugjöfum, hvernig þeir eru nýttir til orkuframleiðslu og hvaða áhrif þeir hafa eftir staðsetningu í heiminum. Einnig er fjallað um áhrif tækniframfara á nýtingarmöguleika mismunandi orkugjafa og framtíðarsýn. Í áfanganum kynnast nemendur verkferlum þess umhverfisstjórnunarkerfis sem verkefnið Skólar á grænni grein / Grænfánaverkefnið byggir á og hugtakið „geta til aðgerða“ haft að leiðarljósi. Í því felst einnig að virkja nemendur til aðgerða innan skólans eða síns nærsamfélags. Í áfanganum geta nemendur því beitt áhrifum sínum á aðgerðamiðaðan hátt í átt að aukinni sjálfbærni innan skólans og jafnvel nærsamfélags. Nemendur fá jafnframt dýpri innsýn í fjölmörg málefni sem tengjast sjálfbærni og umhverfismálum.  

Þekkingarviðmið

  • hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna
  • helstu umhverfisvandamálum, hnattrænum og hérlendum, sem við er að glíma
  • hugmyndafræði, getu til aðgerða og að hver og einn geti haft áhrif á sína hegðun og sitt nærsamfélag
  • á sameiginlegri ábyrgð jarðarbúa á jörðinni og íbúum hennar
  • helstu hugtökum sem snúa að vist- og umhverfisfræði
  • náttúrusiðfræði og sjálfbærri þróun
  • mismunandi orkugjöfum og orkuframleiðslu
  • áhrifum tækniframfara á umhverfismál

Leikniviðmið

  • stýra umhverfisúrbótum innan skólans
  • styrkja lýðræðisleg vinnubrögð
  • afla sér gagna á gagnrýninn og ígrundaðan hátt og vinna lausnamiðað með álitamál sem upp kunna að koma í umhverfismálum
  • rökræða og rökstyðja mál sitt í ræðu og riti
  • bregðast við nýjum og krefjandi aðstæðum
  • tengja saman orsakir og afleiðingar vegna nýtingar orkuauðlinda

Hæfnisviðmið

  • efla forystuhæfni sína til framtíðar
  • vera virkur og ábyrgur borgari í umhverfi sínu
  • miðla áreiðanlegum upplýsingum um umhverfismál
  • taka gagnrýna afstöðu gagnvart umhverfi, samfélagi, menningu og efnahagskerfi
  • skipuleggja eigin viðfangsefni og takast á við þrautir, beita gagnrýninni hugsun, vinna með álitamál og meta mögulegar lausnir
  • leysa verkefni tengd umhverfismálum
  • að lesa í náttúruna og vera meðvitaður um gildi, viðhorf og tilfinningar sínar gagnvart hnattrænum áhrifum og jafnræði jarðarbúa
  • auka víðsýni og styrkja viðhorf sitt til umhverfismála
  • gera sér grein fyrir eigin ábyrgð í umhverfismálum og hvernig hann getur miðlað reynslu sinni og þekkingu til góðs í átt að sjálfbærni
  • taka ábyrga og rökstudda afstöðu til umhverfismála
Nánari upplýsingar á námskrá.is