FÉLA2BÞ05 - Einstaklingurinn í samfélaginu, borgaraleg þátttaka

Borgaraleg þátttaka

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: INNF1IF05
Í áfanganum er rýnt í eigin upplifun en einnig verða frægar persónur skoðaðar og bakgrunnur þeirra. Hvert stefni ég? Hvert er félagslegt hlutverk okkar og hvernig tengist það borgaralegri aðild okkar og jafnvægi í daglegu lífi. Þátttaka og virkni er skoðuð út frá einstaklingum, menningu og samfélagi. Skoðuð verður tómstundaiðja, nám, störf, áhugamál og lífsstíl svo eitthvað sé nefnt.

Þekkingarviðmið

  • borgaralegri aðild einstaklings
  • helstu hugtökum tengt þátttöku og virkni
  • tengingu við nær- og fjærumhverfi sitt sem og sjálfan sig

Leikniviðmið

  • taka þátt í umræðum við samnemendur af virðingu
  • geta tjáð skoðanir sínar á ábyrgan hátt og rökstutt þær í ræðu og riti
  • draga ályktanir út frá fyrri þekkingu og ígrunda eigin skoðanir

Hæfnisviðmið

  • setja sig í spor annarra
  • bera virðingu fyrir ólíkum skoðunum
  • meta mikilvægi virkrar borgaralegrar þátttöku
  • geta tengt menningu og samfélag við félagslega stöðu einstaklinga
Nánari upplýsingar á námskrá.is