LÍFS1MF02 - Mín framtíð

Mín framtíð

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Áfanginn er ætlaður nemendum sem eru að ljúka framhaldsskóla. Áhersla er lögð á að nemendur geri sér grein fyrir framtíðarmöguleikum sínum og hvert þeir stefna eftir lok framhaldsskóla. Hvort þeir stefni á frekara nám eða út á vinnumarkaðurinn. Nemendur átti sig á styrkleikum sínum, áhuga og hæfni þegar kemur að námi og störfum í framtíðinni. Farið er í markmiðssetningu og hvernig markmiðum er fylgt eftir. Nemendur kynnast því hvernig leitað er upplýsinga um nám og störf bæði hérlendis og erlendis og læri að búa til ferilskrá, kynningarbréf og fara í atvinnuviðtal.

Þekkingarviðmið

  • hvaða háskólanám er í boði á Íslandi
  • hvernig finna má upplýsingar um háskólanám erlendis
  • hvað atvinnulífið hefur uppá að bjóða og hvar og hvernig sótt er um vinnu
  • hvar áhugi viðkomandi nemenda liggur
  • hverjir eru styrkleikar nemenda
  • hugtakinu markmið og hvernig markmiðasetning getur hjálpað nemendum

Leikniviðmið

  • átta sig á eigin áhuga, styrkleikum og hæfni þegar kemur að námi og starfi
  • skoða námsleiðir innanlands og erlendis
  • búa til ferilskrá, kynningarbréf og fara í atvinnuviðtal
  • setja sér markmið og fylgja þeim eftir

Hæfnisviðmið

  • taka upplýsta ákvörðun um framtíðaráform út frá eigin áhuga og markmiðum, hvort sem það er frekara nám eða vinna
  • átta sig á fjölda námsleiða í háskólum landsins og erlendis og vera fær um að leita sér upplýsinga á heimasíðum háskóla
  • sækja um vinnu með góða ferilskrá og umsókn
  • sækja um skóla með góða ferilskrá og kynningarbréf
Nánari upplýsingar á námskrá.is