SKÞJ3ÞM05 - Skíðaþjálfun, þjálfunaráætlanir og markmiðasetning

Þjálfunaráætlanir og markmiðasetning

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Áfanginn er að bæði bóklegur og verklegur þar sem áhersla er lögð á þjálfunaráætlanir og markmiðasetningu. Eitt af megin markmiðum áfangans er að nemendur geti sett sér skýr markmið og unnið markvisst að þeim. Í framhaldi af markmiðasetningu er fjallað um skipulagningu þjálfunar. Jafnframt fá nemendur fræðslu um næringu íþróttafólks og mikilvægi hugrænnar þjálfunar. Nemendur þurfa að taka þátt í skipulagðri skíða/snjóbretta þjálfun hjá viðurkenndu íþróttafélagi eða sérhæfðum þjálfara að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku.

Þekkingarviðmið

  • Mikilvægi þess að þjálfun sé bæði vel skipulögð og markviss
  • Uppbyggingu þjálfunaráætlana
  • Mikilvægi markmiðasetningar
  • Mikilvægi réttrar næringar fyrir íþróttafólk

Leikniviðmið

  • Setja sér skýr markmið
  • Nýta sér hugarþjálfun
  • Skipuleggja eigin þjálfun til lengri og skemmri tíma
  • Útbúa matardagbók

Hæfnisviðmið

  • Stjórna einbeitingu og spennustigi á æfingum og í keppnum
  • Skoða og meta mataræði sitt
  • Nýta þjálfun sína sem best til að bæta sig og ná sem bestum árangri í sinni íþrótt
  • Geta tekið þátt í umræðum um viðfangsefnin á faglegan og uppbyggilegan hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is