LÞJÁ1SH03 - Styrktar- og hraðaþjálfun

Styrktar- og hraðaþjálfun

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Áfanginn er að mestu verklegur þar sem áhersla er lögð á styrk, hraða og snerpu. Fjallað er um grundvallaratriði í styrktarþjálfun og nemendum kynntar fjölbreyttar aðferðir til að þjálfa styrk, hraða og snerpu, auk þess sem kynntar eru mismunandi aðferðir til mælinga á þessum þáttum. Einnig er farið yfir mikilvægi réttrar líkamsbeitingar í allri þjálfun. Nemendur þurfa að taka þátt í skipulagðri þrekþjálfun hjá viðurkenndu íþróttafélagi eða sérhæfðum þjálfara að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku.

Þekkingarviðmið

  • Helstu hugtökum sem tengjast styrktarþjálfun s.s. hámarksstyrk, úthaldsstyrk, hreyfivinnu og kyrrstöðuvinnu
  • Grunntækni í styrktarþjálfun
  • Þjálfunarálagi og mikilvægi fjölbreyttra þjálfunaraðferða
  • Mikilvægi réttrar líkamsbeitingar
  • Sambandi styrktar-, hraða og snerpuþjálfunar

Leikniviðmið

  • Framkvæma fjölbreyttar æfingar með eigin líkamsþyngd, lausum lóðum og tækjum sem styrkja helstu vöðva líkamans
  • Útbúa eigin æfingaáætlun sem miðar að því að byggja upp vöðvastyrk
  • Framkvæma próf til að meta styrk, hraða og snerpu

Hæfnisviðmið

  • Vinna eftir eigin styrktarþjálfunaráætlun
  • Beita líkamanum á réttan hátt við styrktaræfingar
  • Meta, bæta og viðhalda eigin styrk
  • Nýta þá möguleika til hreyfingar sem eru í boði í nánasta umhverfi
Nánari upplýsingar á námskrá.is