SKTL3TM05 - Tónlist og erlend menning

Tónlist og menning

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: 10 einingar á 2. þrepi í skapandi tónlist
Áfanginn felst í tónlistar- og menningarferð til Evrópu. Í undirbúningi fyrir ferðina vinna nemendur að undirbúningi fyrir tónleika sem verða haldnir í ferðinni. Nemendur afla sér einnig fróðleiks um viðburði og staðsetningar á svæðinu sem að þau hafa áhuga á að heimsækja og skoða. Nemendur heimsækja sögulega staði og fræðast um tónlistarmenningu landsins.

Þekkingarviðmið

  • undirbúningi tónlistarviðburðar erlendis
  • tónlist og menningu svæðis sem heimsótt er
  • sögu tónleikastaða og tónleikahalla svæðis sem heimsótt er
  • eigin vinnuframlagi og annarra
  • að þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum
  • mikilvægi samfélagsmiðla við kynningu á tónlist
  • hvernig á að skipuleggja fjáraflanir og framkvæma þær

Leikniviðmið

  • lesa sér til um tónlist og menningu framandi lands á erlendu máli
  • halda úti samfélagsmiðlum í undirbúningi og meðan á ferð stendur, sem að kynnir ferðina og fróðleik fyrir áhorfendum
  • taka þátt í samræðum og vinnu við tónlistarfólk á erlendu tungumáli
  • afla sér upplýsinga um tónlistarviðburði á svæði sem heimsótt er
  • afla sér upplýsinga um sögulegar staðsetningar, sögu tónleikastaða og menningu svæðis sem heimsótt er
  • upplifa og taka þátt í erlendri tónlistarmenningu

Hæfnisviðmið

  • tjá sig um tónlistarmenningu og sögu frá svæði sem heimsótt er
  • vera meðvitaður/uð um mikilvægi tónlistar á svæði sem heimsótt er
  • sýna sjálfstæði við að undirbúa tónlistarviðburð erlendis
  • tjá sig um eigin upplifun fyrir, á meðan á ferð stendur og eftir að heim er komið
  • halda úti samfélagsmiðlum við kynningu á tónlist
  • þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum
  • sýna umburðarlyndi og virðingu gagnvart öðrum menningarheimum
  • meta eigið vinnuframlag
Nánari upplýsingar á námskrá.is