SKTL3HS05 - Hljóðupptökur, myndbandagerð og streymisveitur

Hljóðupptökur, myndbandagerð og streymisveitur

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: 10 einingar á 2. þrepi í skapandi tónlist
Áfanginn miðar að því að gefa nemendum yfirlit og betri þekkingu á stúdíóupptökum, myndbandagerð, kynningu og sölu á hljóðrituðu efni ásamt því að kynnast dreifingu á streymisveitur. Áhersla er lögð á að nemendur kynni sér ýmis verkefni sem að við koma útgáfu á hljóðrituðu efni og verði færir um að gefa út eigið efni og koma því á framfæri.

Þekkingarviðmið

  • hljóðupptökum í stúdíói/hljóðveri
  • myndbandagerð
  • kynningu og sölu á hljóðrituðu efni
  • streymisveitum
  • skráningu á hljóðrituðu efni

Leikniviðmið

  • taka upp eigið efni og ábreiður í stúdíói/hljóðveri
  • skipuleggja, taka upp og klippa myndband
  • kynna og selja eigið efni
  • koma hljóðrituðu efni á streymisveitur

Hæfnisviðmið

  • taka upp og gefa út eigið efni og ábreiður
  • kynna og selja hljóðritað efni
  • taka faglegar ákvarðanir um hvernig skal dreifa hljóðrituðu efni
  • afla sér upplýsinga og þekkingar á réttindum til útgáfu hljóðritaðs efni
Nánari upplýsingar á námskrá.is