ENSK2TK05 - Enska, tónlist og kvikmyndir

Tónlist og kvikmyndir

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Markmið áfangans er að nemendur öðlist skilning á menningu enskumælandi svæða í gegnum kvikmyndir og tónlist og þjálfist í ritun og túlkun af ýmsu tagi. Áhersla er lögð á að auka orðaforða, túlka verkin á skapandi hátt og nýta hugmyndaflug og áræðni í þeirra vinnu. Nemendur þjálfast í að skilja ensku sem notuð er á ólíkum málsvæðum.

Þekkingarviðmið

  • ólíkum viðhorfum og gildum í enskumælandi löndum og hvernig þau móta menninguna
  • uppsetningu og skipulagi ritaðs máls, s.s. gagnrýni, lagatexta, samanburðarskrifum o.fl.
  • blæbrigðamun í kvikmyndum og tónlist
  • orðaforða sem tengist skoðunum, tilfinningum og áhrifum

Leikniviðmið

  • skilja mál sem er talað með mismunandi hreim og við mismunandi aðstæður
  • tengja samfélag og tíma
  • skilja texta kvikmynda og myndmál
  • skilja tengsl ritaðs máls og talaðs
  • rökræða, skiptast á skoðunum um kvikmyndir og tónlist, taka þátt í pallborðsumræðum
  • skrifa kvikmyndarýni, handrit, samanburð á bók og mynd eða eldri og nýrri útgáfu mynda, og sögu sem birtist í lagatexta

Hæfnisviðmið

  • tjá sig skýrt og hnökralaust, í verkefnum, munnlegri framsögn og leikrænni tjáningu
  • geta skrifað læsilegan og lipran texta, rakið ólík sjónarmið með og á móti, skrifað texta frá eigin brjósti þar sem hugmyndaflug fær að njóta sín og geta tjáð skoðanir og tilfinningar með rökum og tilvísunum í verkin sem verið er að vinna með
  • geta lesið á milli lína og skynjað boðskap og undirliggjandi áróður
  • nýtt eigin sköpunargáfu til að breyta og bæta við verkin
Nánari upplýsingar á námskrá.is