MYNL1AM02 - Akrílmálun

Akrílmálun

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Áhersla er lögð á að kenna og þjálfa nemendur í að mála með akríllitum, með því að vinna markvisst ferli frá frumskissu til lokaniðurstöðu með blandaðri tækni, tilraunum með liti, form og myndbyggingu.

Þekkingarviðmið

  • hvernig nota á akrílliti við gerð málverka
  • hvernig blanda má tækni og gera tilraunir með liti, form og myndbyggingu
  • hvernig valdir myndlistarmenn vinna málverk sín

Leikniviðmið

  • mála verk með fjölbreyttri tækni, litum og formum

Hæfnisviðmið

  • mála myndverk með mismunandi litum og tækni, frá frumskissu til lokamálverks
Nánari upplýsingar á námskrá.is