ERLE2HE03 - HELP - Health and Ecology: Less Polution

Heilsa og vistkerfi

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Verkefnið er erlent samskiptaverkefni, HELP. HELP stendur fyrir Health and Ecology: Less Polution. Í þessum hluta verkefnisins er unnið með endurvinnslu. Þemað er að efla vitund neytenda fyrir endurvinnslu og hvernig endurvinnslu er háttað í heimalandinu. Farið er til Tenerife og unnið þar að litlum rannsóknum og úrvinnslu tengdum endurvinnslu. Undirbúningur felst í að safna kanna hver staða endurvinnslu er á Íslandi og í heimabyggð, undirbúa íslenska kvöldvöku og fleira sem við kemur samskiptum milli hópa. Úrvinnsla felst í að gera myndband um það sem fram fór meðan á heimsókninni stóð.

Þekkingarviðmið

  • hvað átt er við með hugtakinu „endurvinnsla“
  • hvernig endurvinnslumálum er háttað á Íslandi og í heimabyggð
  • • hvað gert er við „afurðir“ endurvinnslu
  • hvar endurvinnsla er lengst komin á Íslandi og hvernig málum er háttað þar
  • hvernig hægt er að bæta endurvinnslu í heimabyggð
  • hvað við sjálf leggjum af mörkum til endurvinnslu og hvernig við getum bætt okkur
  • hvaða jákvæðu og neikvæðu áhrif við höfum á náttúruna og hvernig við getum dregið úr þeim neikvæðu og aukið þau jákvæðu

Leikniviðmið

  • taka þátt í hópverkefnum
  • eiga samskipti innan eigin hóps og við aðra þátttakendur verkefnis
  • tjá sig bæði munnlega og skriflega á þátttökutungumáli
  • takast á við mismunandi aðstæður
  • laga sig að hópnum sem hann/hún er í og leysa úr ágreiningi á jákvæðan hátt

Hæfnisviðmið

  • taka þátt í samstarfsverkefnum á vegum skólans
  • kynna niðurstöður hópavinnu bæði á meðan á verkefni stendur og að því loknu
  • vinna að sameiginlegu verkefni með ólíkum einstaklingum með mismunandi bakgrunn
Nánari upplýsingar á námskrá.is