SAGA2ÞR05 - Saga, þungarokk og þjóðmenning

þungarokk og þjóðmenning

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Í áfanganum eru skoðuð metalbönd frá ýmsum löndum og könnuð tengsl milli þeirra og þjóðmenningar viðkomandi landsvæðis. Rýnt erí texta og og tónlistina sjálfa og kannað hvort sótt er í þjóðlagahefð viðkomandi þjóðar og hvort textaskáld sækja í menningu og sögu þjóðar sinnar. Sérstök áhersla er á hinar nýfrjálsu þjóðir og svæði sem búið hafa við langvarandi ófrið vegna trúarbragða. Síðast en ekki síst er þungarokk og pönk skoðað með kynjagleraugum.

Þekkingarviðmið

  • Sögu og menningu mismunandi þjóða
  • Einkennum þjóðmenningar nýfrjálsra ríkja
  • Menningar- og sögulegum bakgrunni tónlistar og texta
  • Takmörkunum á tjáningarfrelsi í ýmsum ríkjum

Leikniviðmið

  • Leita að upplýsingum sem gagnast í náminu
  • Leggja mat á áreiðanleika upplýsinga
  • Vinna úr upplýsingum sem aflað er með ýmsu móti
  • Nota þýðingarforrit til að átta sig á merkingu texta á framandi tungumálum
  • Hlusta á framandi tónlist

Hæfnisviðmið

  • Fjalla um tengsl þungarokks og þjóðmenningar
  • Horfa fordómalaust á framandi menningu
  • Auka víðsýni og umburðarlyndi gagnvart ólíkri menningu og siðum
Nánari upplýsingar á námskrá.is