SAGA2KK05 - Klárar konur

Klárar konur

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Í þessum áfanga er lögð áhersla á að draga fram hlutverk kvenna í mannkynssögunni og leita upplýsinga um hvað þær hafa gert til að móta hana. Fjallað er um mismunandi tímabil í sögunni, bæði á Íslandi og alheimsvísu. Skoðuð eru ólík svið sögunnar, til dæmis vísindi og listir, og hvernig konur hafa átt sinn þátt í þeim, bæði sem listamenn og persónur í listaverkum. Einnig er framlag kvenna til jafnréttisbaráttu í víðu samhengi skoðað, sem og konur sem áhrifavaldar.

Þekkingarviðmið

  • Hlutverki kvenna í mannkynssögunni frá upphafi
  • Kvenkyns áhrifavöldum á mismunandi sviðum
  • Hvað konur hafa lagt af mörkum við rannsóknir
  • Framlagi kvenna til lista, vísinda, stjórnmála og annarra þátta þjóðlífs
  • Konum sem skáldsagnapersónum
  • Baráttunni um jafnrétti

Leikniviðmið

  • Skoða söguna á gagnrýninn hátt m.t.t. kynja
  • Meta hvaða áhrif konur hafa haft á söguna
  • Miðla þeirri þekkingu sem aflað er í áfanganum á skýran hátt
  • Leita upplýsinga um efnið á fjölbreyttan og gagnrýninn hátt

Hæfnisviðmið

  • Gera sér grein fyrir áhrifum kvenna á mannkynssöguna
  • Rökstyðja hvaða áhrif konur hafa haft á sögu, listir ofl.
  • Meta og útskýra atburði á gangrýninn hátt
  • Geta leitt líkum að hver staða kvenna nútímans verður í sögu framtíðarinnar
  • Taka þátt í umræðu um þátt kvenna í sögunni
  • Miðla þeirri þekkingu sem aflað er með fjölbreyttum aðferðum og af víðsýni
Nánari upplýsingar á námskrá.is