NÁMT1NÁ03 - Námstækni

Námstækni

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Áfanginn miðar að því að nemendur verði læsir á styrkleika sína í námi og kunni að nýta þá. Nemendur eflist sem námsmenn og kynnist ýmsum þáttum sem hafa áhrif á frammistöðu og líðan í námi. Sérstök áhersla er lögð á að efla sjálfstæði nemenda í námi, áhugasvið og að hver nemandi finni eigin leiðir til að ná árangri í náminu og setji sér raunhæf markmið.

Þekkingarviðmið

  • Árangursríkum aðferðum í námi
  • Námsvenjum sínum og öðrum lífsvenjum sem geta haft áhrif á nám
  • Gildi raunhæfrar markmiðasetningar
  • Ýmissi stafrænni tækni sem hægt er að nýta í námi
  • Styrkleika og þrautseigju almennt og sérstaklega í námi

Leikniviðmið

  • Að skipuleggja tíma sinn
  • Nýta lífsvenjur sem hafa jákvæð áhrif á árangur í námi
  • Nota árangursríkar lestraraðferðir
  • Nýta glósutækni
  • Nota minni og einbeitingu
  • Temja sér jákvætt hugarfar og líðan
  • Setja sér markmið
  • Viðhafa sjálfstæð vinnubrögð
  • Taka ábyrgð á eigin námi

Hæfnisviðmið

  • Beita þeim námstækniaðferðum sem eiga við í hverju tilfelli fyrir sig, s.s. meðferð og innihaldi texta og annarrar þekkingar
  • Tjá sig með skýrum hætti um áhugasvið sitt og styrkleika
  • Setja sér raunhæf markmið í námi
  • Beita viðeigandi stafrænni tækni til hjálpar í námi
  • Taka ábyrgð á eigin námi með því að nýta skipulag og tímastjórnun
Nánari upplýsingar á námskrá.is