ÍÞRG1BL02 - Blak

blak

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Áfanginn er að mestu verklegur þar sem áherslan er blak fyrir krakka og unglinga upp að 18 ára aldri. Í áfanganum verður farið í grunnatriði greinarinnar og nemendur þjálfa ýmis grunntækniatriði, s.s. fingurslag, fleyg, uppgjöf, smass ásamt leikfræði (staðsetningar o.fl.) og reglum greinarinnar.

Þekkingarviðmið

  • Nýtingu leikja og æfinga fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir
  • Mismunandi hlutverkum leikmanna í blaki
  • Grunnreglum íþróttarinnar, s.s. tvíslagi, moki, neti, yfirstigi og fjórum
  • Grunntækniatriðum íþróttarinnar, s.s. uppgjöf, fleyg, fingurslagi og smassi
  • Grunnleikfræði íþróttarinnar, s.s. staðsetningum og leikstöðum

Leikniviðmið

  • Setja upp skipulagðan tímaseðil út frá getu iðkenda og markmiðum tímans
  • Meta reglur íþróttarinnar við að horfa á kappleiki og dæma hjá samnemendum
  • Þekkja hlutverk leikmanna og geta spilað mismunandi leikstöður
  • Útfæra mismunandi krefjandi æfingar til að æfa viðfangsefnin

Hæfnisviðmið

  • Geta horft á blak og skilið leikinn, s.s. hvað er verið að dæma, af hverju staðsetning leikmanna er eins og hún er o.s.frv.
  • Bera ábyrgð á því að skipuleggja og framkvæma kennslu hjá samnemendum þar sem grunnatriðin eru kennd
  • Meta eigin leik og annarra og komið með hugmyndir að því hvað má bæta og þá hvernig
  • Geta tekið þátt í umræðum um viðfangsefnin á faglegan og uppbyggilegan hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is