MYNL1GM05 - Myndlist - starfsbraut

grunnþættir málunar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Nemendur vinna ákveðin verkefni til að æfa ákveðna færni og þar sem þeir þurfa að tjá sig á myndrænan hátt. Leitast er við að gefa nemendum kost á að nota fjölbreyttar aðferðir við myndvinnslu og þjálfist í að tjá sig á ólíkan máta. Sérstök áhersla er á að nemendur eflist í teikningu, litameðferð og í að byggja upp þrívíðar myndir. Áherslur eru einstaklingsbundnar, háðar myndrænni færni og formrænum skilningi hvers einstaks nemanda. Þá skoða nemendur listaverk eða aðra þætti sjónræns umhverfis með kennara og ræða saman um merkingu viðfangsefnisins bæði sögulega, táknrænt og frá sjónarhóli einstakra nemenda.

Þekkingarviðmið

  • Grunnlögmálum um ljós og skugga í myndlist
  • Litablöndun með akríllitum
  • Fjarvíddarteikningu með einum hvarfpunkti

Leikniviðmið

  • Blanda liti úr grunnlitum
  • Teikna fjarvídd með einum hvarfpunkti

Hæfnisviðmið

  • Getað tjáð sig myndrænt; teiknað og málað fjarvíðar myndir með skuggum og verið stoltur af og staðið með unnu verki
Nánari upplýsingar á námskrá.is