ÍÞRG1FI02 - Fimleikar

Fimleikar

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Viðfangsefni áfangans eru fimleikar og hann er nánast einungis verklegur. Í áfanganum er farið í grunntækniatriði í almennum fimleikum. Það er farið í grunnæfingar s.s. kollhnís, handstöðu, handahlaup, arabastökk, heljarstökk, afturábak heljarstökk, flikk flakk, kraftsökk og yfirslag. Unnið á loftdýnu, trampólíni, í rimlum, köðlum og mikið reynir á styrk og liðleika.

Þekkingarviðmið

  • Mismunandi æfingum og allri þeirri fjölbreytni sem íþróttagreinin hefur upp á að bjóða
  • Grunnreglum íþróttagreinarinnar
  • Grunntækniatriðum íþróttarinnar
  • Grunnþekkingu á hvað eigin líkami getur framkvæmt

Leikniviðmið

  • Framkvæma undirstöðuæfingar íþróttagreinarinnar
  • Framkvæma grunntækni í teygjuæfingum og að vinna með öðrum í þeim æfingum
  • Útfæra mismunandi krefjandi æfingar til að æfa viðfangsefnin

Hæfnisviðmið

  • Geta horft á fimleika og skilið íþróttina, s.s. hvernig er dæmt, hvaða tegund fimleika er verið að vinna með og hvaða áhöld þarf undir hverja grein innan fimleikanna
  • Geta tekið þátt í umræðum um viðfangsefnin á uppbyggilegan hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is