FJÁR1FL05 - Fjármálalæsi

fjármál, læsi

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Í áfanganum er farið í gildi fjármála fyrir einstaklinginn, fyrirtækið og samfélagið. Lögð verður áhersla á fjármálalæsi sem hagnýta fræðigrein sem nýtist öllum í námi og starfi. Í áfanganum er fjallað um ábyrgð á sviði fjármála, tekjur, útgjöld, sparnað, lánamál, peningaáhyggjur, eðli peninga, fjármálastofnanir og ýmislegt fleira. Fjármálalæsi felur í sér getu til að greina valkosti í fjármálum, fjalla um peninga án vandkvæða, gera áætlanir til framtíðar og bregðast skynsamlega við breyttum forsendum ákvarðana í fjármálum, þar með talið í efnahagsumhverfinu. Fjármálalæsi byggist á þekkingu, viðhorfum og hegðun og snýst um að geta tekið upplýstar, meðvitaðar ákvarðanir í fjármálum til lengri og skemmri tíma. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og að nemendur taki ábyrgð á því að skipuleggja vinnu sína og læri að nýta sér þau hjálpartæki sem í boði eru.

Þekkingarviðmið

  • einföldum fjármálum daglegs lífs
  • lestri launaseðla og annarra fjármálatengdra skjala
  • tilgangi skatta og annars frádráttar
  • rekstri heimilis og bifreiðar

Leikniviðmið

  • reikna gróflega útborgun launa eftir skatt
  • gera sér grein fyrir daglegum kostnaði, t.d. fæði og húsnæði
  • leita sér upplýsinga sem aðstoðar við nauðsynlega útreikninga

Hæfnisviðmið

  • gera sér grein fyrir mikilvægi peninga
  • skilja tilgang skatta og gjalda og hvernig þeir nýtast
  • skilja mikilvægi þess að tekjur séu hærri en gjöld
  • tileinka sér ábyrgð á eigin fjármálum og átta sig á að tekjur og gjöld verða að standast
Nánari upplýsingar á námskrá.is