HCCP2GV05 - Gæðastjórnun og verkferlar

Gæðastjórnun og verkferlar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: HACCP Gæðakerfi
Áfanginn fjallar um gæðastjórnun og verkferla tengda henni. Nemendur skoða lög og reglugerðir og kynnast ISO-22000 staðlinum. Fjallað er um það hvað HACCP kerfið er og hvernig það er sett upp. Hlutverk gæðahandbókar sem stjórntækis er kynnt og hvernig unnið er með hana. Nemendur kynnast ferlagreiningu og læra að bera kennsl á vandamál sem upp geta komið og hvernig hægt er að leysa þau. Einnig þjálfast nemendur í að meta ferskan fisk og flokka hann eftir gæðum.

Þekkingarviðmið

  • Haccp kerfinu
  • gæðahandbókagerð
  • ferlagreiningu
  • gæðamati

Leikniviðmið

  • vinna með eigið gæðagerfi, innri úttektir og gerð gátlista
  • setja upp gæðahandbók og vinna með hana
  • greina ferla vel til að meta hvort árangur náist með breytingum
  • meta ferskan fisk og flokka eftir gæðum
  • líta eftir þeim einkennum á heilum fiski sem gefa vísbendingar um ferskleika

Hæfnisviðmið

  • setja upp og vinna með gæðakerfi
  • setja upp gæðahandbók og vinna skilvirkt með hana
  • geta sagt frá gæðakerfum og útskýrt nauðsyn þeirra
  • meta ferskan fisk og flokka hann eftir gæðum
  • greina vandamál fyrirtækja og koma auga á mögulegar lausnir og í framhaldinu gera úrbætur á gæðahandbók fyrirtækis
Nánari upplýsingar á námskrá.is