FRUM2HN04 - Frumkvöðlafræði, fisktæknibraut

Nýsköpun og frumkvöðlafræði

Einingafjöldi: 4
Þrep: 2
Forkröfur: Frumkvöðlafræði á 1. þrepi
Markmið áfangans er að nemendur örvi og vinni með sköpunarkraft sinn og treysti sér til að kasta sér út í ný verkefni þar sem útkoma er ekki fyrir fram gefin. Nemendur vinna fjölbreytt verkefni út frá fyrirmælum kennara með áherslu á samskipti og samvinnu. Einnig æfast nemendur í að kynna verkefni sín fyrir samnemendum og rýna til gagns. Grunnatriði við skipulagningu verkefna og viðskiptaáætlunargerð, svo sem verkáætlun, kostnaðaráætlun, skilgreining markhóps og markaðssetning eru þjálfuð. Nemendur læra að skipuleggja sig sem hópur og komast að niðurstöðu í gegnum samræðu og samvinnu.

Þekkingarviðmið

  • hugarflæði við hugmyndavinnu
  • mikilvægi skilgreiningar á hugmynd og verkefni
  • mikilvægi skipulags varðandi gerð viðskiptaáætlunar
  • gildi þess að hugsa í lausnum

Leikniviðmið

  • gera viðskiptaáætlun
  • hópastarf þar sem gagnkvæm virðing og jákvæð samskipti einkenna samvinnu
  • kynna eigin hugmyndir og verkefni
  • færa rök fyrir úrlausnum og ákvörðum sínum í verkefnavinnunni

Hæfnisviðmið

  • hugsa lausnarmiðað
  • gera viðskiptaáætlun sem hentar hugmynd
  • skipuleggja hópastarf þannig að kraftar hvers og eins nýtist til fulls
  • kynna hugmyndir sínar, rökstyðja ákvarðanir og svara fyrir þær
Nánari upplýsingar á námskrá.is