HCCP2UV03 - HACCP Gæðakerfi

Uppsetning og viðhald

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur þekki gæðakerfið HACCP og mikilvægi og tilgang þess að gæðakerfi séu til staðar í matvælavinnslu, með áherslu á fiskvinnslu. Farið verður yfir helstu áhættuþætti í fiskvinnslu, forvarnir, geymsluþol og fleira því tengt. Nemendur þjálfast í að setja upp kerfi, innleiða það og meta virkni þess.

Þekkingarviðmið

  • hugmyndafræði að baki HACCP gæðakerfinu
  • helstu áhættuþáttum í fiskvinnslu
  • fyrirbyggjandi ráðstöfunum gegn áhættu
  • uppsetningu gæðahandbókar og notkun hennar
  • hættugreiningu í framleiðslu fiskafurða almennt

Leikniviðmið

  • lágmarka áhættu með fyrirbyggjandi aðgerðum
  • taka þátt í að byggja upp HACCP gæðakerfi
  • bera kennsl á áhættuþætti
  • skilja og geta tekið þátt í umfjöllum um HACCP gæðakerfi

Hæfnisviðmið

  • skilja eðli gæðakerfa og vera meðvitaður um tilgang þeirra og nauðsyn
  • vera meðvitaður um tengsl gæða og velgengni afurða og fyritækis á mörkuðum
  • greina ábyrgð sína sem starfsmaður fyrirtækis í matvælavinnslu og starfa í samræmi við hana
  • taka þátt í umræðu um gæðakerfi og tilgang þeirra í fiskvinnslu
  • útskýra uppsetningu gæðahandbókar og notkun hennar
  • taka þátt í að setja upp gæðakerfi, innleiða það á vinnustað og meta virkni þess
Nánari upplýsingar á námskrá.is