FISV2VR03 - Fiskvinnsluvélar

Vélar

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Fjallað er um hönnun og smíði fiskvinnsluvéla. Lögð er áhersla á skilning á vinnslumáta, takmörkunum og viðhaldskröfum vélanna. Nemendur læra að lýsa öllum föstum og hreyfanlegum vélhlutum, hlutverki þeirra, virkni, viðhaldsþörf og eftirliti. Einnig er farið yfir þær öryggiskröfur sem settar eru við vinnu, viðhald og þrif. Nemendur þjálfast í viðhaldi og þrifum véla ásamt eftirliti með gæðum afurða og stillingu í ljósi þeirra. Einnig í notkun handbóka, skráningu viðhaldsbóka og skráningu varahlutalagers.

Þekkingarviðmið

  • hlutverki fiskvinnsluvéla, ferli hráefnis og afurða
  • uppbyggingu fiskvinnsluvéla, föstum og hreyfanlegum vélhlutum, viðhaldi og eftirliti með þeim ásamt færslu viðhaldsdagbókar
  • öllum helstu gerðum fiskvinnsluvéla og kerfa í notkun hérlendis og einkennum mismunandi tegunda fisks með tilliti til vinnslu í vélunum
  • kröfum um gæði afurða úr vélum og gæðaviðmið ásamt eftirliti með afurðagæðum

Leikniviðmið

  • flokka, vista og varðveita öll gögn sem snúa að ábyrgðarsviði hans
  • stilla vélar í samræmi við árituð afköst og gæði
  • bera ábyrgð á öryggismálum véla og annast daglegt viðhald þeirra og sjá um að reglubundið stoppviðhald sé framkvæmt í samræmi við viðhaldsáætlun og fyrirmæli framleiðanda
  • sjá um þrif véla

Hæfnisviðmið

  • annast rekstur, viðhald og þrif fiskvinnsluvéla
  • annast eftirlit með gæðum afurða og stillingu véla í ljósi þeirra
  • taka ábyrgð á öryggismálum og annast daglegt viðhald og sjá til þess að reglulegu stoppviðhaldi sé sinnt í samræmi við viðhaldsáætlun
Nánari upplýsingar á námskrá.is