FIST2AF05 - Fisktækni 2

Afurðir og framleiðsluferli

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Fisktækni 1
Nemendur öðlast yfirsýn yfir allt vinnsluferlið frá veiðum til neytenda. Fjallað eru um virðiskeðju með áherslu á hráefnisgæði, vinnsluhraða og og öryggi. Farið er yfir gæðakerfi allra framleiðsluþátta, innra og ytra eftirlit. Nemendur þjálfast í verkstjórn og að meta umhverfisþætti á vinnustað, sem hafa áhrif á heilsu þeirra og/eða annarra starfsmanna. Nemendur þjálfast í samskiptum, líkamsbeitingu og skyndihjálp sem allt miðar að því að gera vinnustaðinn heilsusamlegri og öruggari.

Þekkingarviðmið

  • öllum helstu verkunaraðferðum fisks og framleiðsluaðferðum afurða
  • eftirliti með vinnslu í vélum, mati á gæðum afurða og hráefnisnýtingu
  • örverufræði; helstu tegundum örvera, vaxtaskilyrðum, efnislægum og smitnæmum óhreinindum
  • fyrirbyggjandi aðferðum gegn örverum
  • verkstjórn, samsktipum, líkamsbeitingu og öyggismálum á vinnustað
  • starfsemi fiskmarkaða; uppboðskerfi, verðmyndun á fiski, afurðaverði

Leikniviðmið

  • vinna í fiskvinnslu
  • vera verkstjórar, eiga í samskiptum við starfsfólk og leiðbeina því
  • meta öryggi á vinnustað og bregðast við ógnunum
  • sinna og meta hreinlæti á vinnustað
  • fylgjast með félagslegum þáttum sem geta haft áhrif á heilsufar starfsmanna

Hæfnisviðmið

  • taka ábyrga afstöðu til hreinlætis og umgengni í vinnslu
  • sinna eftirliti með vinnslu, gæðum afurða og hráefnisnýtingu
  • gæta fyllsta öryggis á vinnustað og greina þær hættur sem geta ógnað heilsusamlegu vinnuumhverfi
  • vera fær verkstjóri og hvetja starfsfólk sitt áfram
Nánari upplýsingar á námskrá.is