INRV1IR05 - Inngangur að réttarvísindum

Inngangur að réttarvísindum

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Réttarvísindi, sönnunargögn, fingraför, efnagreiningar, eiturlyf/eiturefni, blóð og DNA. Farið verður yfir grunninn að réttarvísindum. Farið yfir nokkur af hinum margvíslegu sönnunargögnum sem að hægt er að safna á vettvangi glæps, t.d. jarðveg, hár, þræði, blóð og svo framvegis. Farið er yfir hvernig sönnunargögnin eru rannsökuð og hvernig fingraför eru tekin. Þá verður farið í helstu þætti efnagreiningar sem notaðir eru í réttarvísindum. Skoðað verður blóð og DNA. Einnig verður farið í blóðslettur og greiningar á þeim. Þá verða skoðuð gömul glæpamál.

Þekkingarviðmið

  • grunnathriðum réttarvísinda
  • helstu sönnunargögnum sem safnað er
  • hvernig fingraför eru tekin
  • blóði og DNA
  • blóðslettum og greiningu á þeim.

Leikniviðmið

  • framkvæma verklegar æfingar og vinna úr niðurstöðum þeirra
  • finna sönnunargögn
  • taka fingraför og lesa úr þeim
  • skoða blóðslettur og greina þær.

Hæfnisviðmið

  • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
  • vinna í hóp til þess að auka skilning á fyrirbærum og ferlum í réttarvísindum
  • sjá notagildi réttarvísindanna.
Nánari upplýsingar á námskrá.is