AÍÞR1AÍ03 - Afreksíþróttaþjálfun

Afreksíþróttir

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Nemendur stunda markvisst og skipulega afreksþjálfun í íþrótt sinni 3-4x í viku með sérhæfðum þjálfara eða fagaðila. Í þessum áfanga er sérstök áhersla lögð á fjölbreyttar og krefjandi æfingar sem nemendur fá að kynnast og læra.

Þekkingarviðmið

  • mikilvægi þess að þjálfun sé markviss og skipulögð til að ná árangri
  • líkamlegu formi og hvernig það er þjálfað markvisst og skipulega
  • hvað markmið séu og hvernig þau eru byggð upp til skemmri tíma
  • uppsetningu og innihaldi æfingadagbóka
  • hvernig þjálfunaráætlun er uppbyggð
  • ýmsum mikilvægum æfingum, s.s. endurheimtaræfingum, fyrirbyggjandi æfingum og sérhæfðum líkamlegum æfingum.

Leikniviðmið

  • setja upp heilsteypta markmiðaáætlun til skemmri tíma
  • meta líkamlegt form sitt
  • læra að þekkja kosti og galla sína sem íþróttamaður í þeirri íþróttagrein sem hann iðkar
  • framkvæma fjölbreytt og öðruvísi hreyfiform við endurheimt og viðhald líkamlegrar getu
  • setja upp þjálfunaráætlun til skemmri tíma þar sem unnið er með þau markmið sem nemandi hefur sett sér.

Hæfnisviðmið

  • nýta þjálfun sína sem best til að ná sem bestum árangri í íþrótt sinni
  • útbúa sér markmiða- og þjálfunaráætlun til skemmri tíma sem tekur til mikilvægustu þátta þjálfunar út frá líkamlegu formi og getu viðkomandi
  • framkvæma æfingaáætlun undir eftirliti kennara, þjálfara eða fagaðila sem nemandinn hefur gert með aðstoð kennara, þjálfara eða fagaðila.
Nánari upplýsingar á námskrá.is