MYNL2TÍ02 - Tími í myndlist

Tími í myndlist

Einingafjöldi: 2
Þrep: 2
Forkröfur: Engar
Áfangin fjallar um spurninguna um tíma í myndlist, hvernig hann birtist í listaverkum og hvernig listamenn nálgast hugtakið í sköpun sinni. Í áfanganum munum við leggja áherslu á ólíkar nálganir listamanna með hugtakið tími og hvernig tíminn sýnir sig í listaverki annaðhvort sem efniviður, vandamál, þema og/eða innblástur. Við skoðum hvernig listamenn hafa nálgast þetta í verkum sínum í stuttum fyrirlestrum sem veita nemendum innblástur fyrir eigin verk sem eiga að fjalla á einhvern hátt um tíma. Í lok áfangans skila nemendur og sýna fullbúið verk þar sem unnið er með tíma þemað á skapandi hátt í hvaða miðli sem er.

Þekkingarviðmið

  • hugtökum tengdum tíma í listsköpun
  • ólíkum nálgunum þekktra listamanna
  • mismunandi listmiðlum
  • mismunandi tegundum hreyfimynda

Leikniviðmið

  • tjá sig á skýran, ábyrgan og skapandi hátt um sköpun sína
  • skipuleggja vinnuferli við undirbúning verks eftir eigin hugmyndum undir leiðsögn kennara
  • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • taka þátt í umræðum um listsköpun

Hæfnisviðmið

  • tjá skoðanir sínar á hugtakinu tími í myndlist
  • skapa skýra sjálfsmynd og gerir sér grein fyrir nýjum tækifærum
  • búa til eigið verk
  • geta metið eigin þekkingu og leikni ásamt því aða gera sér grein fyrir hvernig frekara nám eflir hæfni og eykur möguleika
  • vinna á skapandi hátt við listiðkun sína
  • vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi og innan samfélags greinarinnar og listarinnar
Nánari upplýsingar á námskrá.is