LÝÐH2ÚÍ01 - Útivist og íþróttir

Útivist og íþróttir

Einingafjöldi: 1
Þrep: 2
Forkröfur: Engar
Áfanginn samanstendur af verklegri kennslu í fjölbreyttum íþróttagreinum s.s. júdó, fimleikum, spinning, zumba, hot jóga, klifri á klifurvegg, samkvæmisdönsum, blakmintoni (blanda af blaki og badminton), bogfimi, crossfit og bandý. Lögð áhersla á fjölbreytta hreyfingu og fræðslu um þætti sem íþróttamenn þurfa að hafa í huga þegar þeir stunda mismunandi íþróttir.

Þekkingarviðmið

  • mikilvægi hreyfingar fyrir heilsuna
  • fjölbreyttum möguleikum til hreyfingar
  • mismunandi íþróttagreinum
  • viðeigandi búnaði sem þarf til að stunda þessar íþróttagreinar

Leikniviðmið

  • stunda mismunandi íþróttagreinar
  • útbúa sig eftir aðstæðum og kröfum mismunandi greina

Hæfnisviðmið

  • stunda nýjar og jafnvel óhefðbundnar íþróttagreinar
  • gera sér grein fyrir mikilvægi hreyfingar fyrir heilsuna
Nánari upplýsingar á námskrá.is