LÝÐH1GV02 - Lýðheilsa: æfingaskipulagsgerð og forvarnir

grunnáfangi verklegt

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Bóklegi hlutinn: Farið verður nánar í æfingaskipulagsgerð fyrir þol og styrktarþjálfun. Nemendur eiga að gera æfingaprógramm sem framkvæmt er í ræktinni og munu nemendur framkvæma það ca á 3ja vikna fresti. Verklegi hlutinn: Kennslan fer að mestu fram inni í íþróttasal en einnig í ræktinni og svo þegar nær dregur vori verða kennslustundirnar einnig utandyra. Tímarnir verða fjölbreyttir þar sem farið verður í ýmsa leiki ásamt hinum ýmsu íþróttagreinum.

Þekkingarviðmið

  • æfingaáætlunargerð og þeim atriðum sem henni tengjast
  • áhrifum vímuefna á heilsu og líkamlegt form

Leikniviðmið

  • útbúa æfingaáætlun út frá markmiðum hvers og eins
  • framkvæma áætlunina

Hæfnisviðmið

  • setja upp skipulagða æfingaáætlun til skemmri og lengri tíma sem gerð er út frá raunhæfu markmiði/um
Nánari upplýsingar á námskrá.is