BUÞJ3ÞJ05 - Barna- og unglingaþjálfun

þjálfun barna og unglinga

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: 5 einingar í barna- og unglingaþjálfun á 2. þrepi
Í áfanganum eiga nemendur að nýta þá þekkingu, leikni og hæfni sem þeir hafa öðlast í náminu á vettvangi. Nemendur eiga að vinna með börnum og unglingum í íþróttastarfi, m.a. með því að leiðbeina þeim á æfingum (skipuleggja, framkvæma og meta þjálfun), undirbúa og framkvæma keppni (leiki og mót) og skipuleggja og framkvæma annars konar viðburði í íþróttastarfinu.

Þekkingarviðmið

  • mismunandi aðferðum (kennslufræðilegum) við þjálfun, s.s. heildar-hluta-heildaraðferðinni
  • mismunandi áherslum (þjálfunarlegum) við þjálfun, s.s. mikilvægi leikja hjá yngstu kynslóðinni
  • þeim viðfangsefnum sem skipta máli við þjálfun ungra barna (4-9 ára) og eldri barna og unglinga (10-16 ára)

Leikniviðmið

  • setja upp skipulagðan tímaseðil á tölvutæku formi
  • framkvæma þjálfun út frá íþróttagrein og hóp
  • beita mismunandi aðferðum (kennslufræðilegum) við þjálfun út frá aldri og samsetningu hóps
  • undirbúa og framkvæma annars konar viðburð, s.s. vídeókvöld, spilakvöld eða annan viðburð

Hæfnisviðmið

  • rökstyðja æfingaval, æfingaaðferð o.s.frv. við þjálfun
  • meta þjálfunina hjá sér (hvað gerði ég rétt/rangt)
  • sýna frumkvæði og vera ábyrgur í hlutverki sínu með börnum og unglingum
Nánari upplýsingar á námskrá.is