LÝÐH2ÁE03 - Lýðheilsa: áætlunargerð og eigin þjálfun

eigin þjálfun og áætlunargerð

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: amk 10 einingar í Lýðheilsu á 1. þrepi
Áfanginn er að mestu verklegur og eru þrjár kennslustundir á viku. Nemendur kynnast fjölbreyttum íþróttagreinum og fjölbreyttu hreyfingarformi. Eigin þjálfun í náttúrunni, íþróttasal eða sundlaug þar sem nemendur gera æfingaáætlanir og þjálfa eftir þeim. Eigin þjálfun í þreksal þar sem nemendur gera æfingaáætlanir og þjálfa eftir þeim. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð.

Þekkingarviðmið

  • áætlunargerð til skemmri og lengri tíma
  • mikilvægi hreyfingar í hinu daglega lífi

Leikniviðmið

  • útbúa áætlun út frá markmiðum hvers og eins
  • framkvæma áætlunina eins og hún er sett upp

Hæfnisviðmið

  • útbúa skipulagða áætlun út frá eigin markmiðum sem stuðla að heilbrigðara líferni
Nánari upplýsingar á námskrá.is