MYNL3ST05 - Áræðni,sköpun og túlkun

sköpun og túlkun, Áræðni

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: A.m.k. 10 einingar í myndlist á 2. þrepi
Áræðni, ímyndunarafl, túlkun og sjálfstæð vinnubrögð Í áfanganum eiga nemendur að geta sýnt frumkvæði og skapandi nálgun í verkefnum sínum og beitt viðeigandi aðferðum við útfærslu verka. Áfanginn byggir á þeim grunni sem nemendur hafa aflað sér í teikningu og meðferð olíulita. Námið byggir á verkefnum, sem valin eru af nemendum sjálfum og unnin stig fyrir stig með aðstoð kennara, þar sem mikil áhersla er lögð á persónulega túlkun í meðferð allra efnis taka varðandi sköpun á listaverkinu. Kennslan er einstaklingsbundin og miðar að því að gera nemendur tilbúna til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni ásamt sjálfstæðum vinnubrögðum. Nemendur kynnast helstu efnum sem notuð eru við listsköpun auk þess sem hugmyndavinna og önnur atriði varðandi listsköpun sverða skoðuð. Áhersla verður lögð á að nemendur nýti sér á skapandi hátt, hugmyndir, tilfinningar og upplifanir sínar til að tjá þær í listrænu formi. Áhersla verður lögð á að nemandi geti þróað eigin hugmynd, stig frá stigi, td. í formi skissu vinnu, umræðu og/eða kynningu á eigin verki eða eigin hugmyndum, ásamt því að útfæra hugmyndina í listformi.

Þekkingarviðmið

  • faggrein sinni
  • miðlun sköpunar sinnar
  • samfélagslegu hlutverki myndlistar
  • meðferð og túlkun á sjónlist
  • skapandi teikningu og skissu vinnu
  • hugmyndavinnu
  • sjálfstæðum vinnubrögðum
  • gildi þess að tjá sig um eigin sköpun og sýna
  • vinnuumhverfi, vinnutækjum og áhöldum sinnar listgreinar og meðferð þeirra
  • búi yfir góðri kunnáttu til að miðla þekkingu á fagsviði sínu á fjölbreytilegan hátt

Leikniviðmið

  • nýta sértæka þjálfun sína í líkamsbeitingu, tækni, verklagi, skapandi aðferðum og túlkun í sinni listgrein
  • skipuleggja verkferli í listgrein sinni með ábyrgum og sjálfstæðum hætti
  • sýna frumkvæði og skapandi nálgun í listgrein sinni og beitt viðeigandi aðferðum við útfærslu verka
  • tjá sig á skýran, ábyrgan, gagnrýninn og skapandi hátt um eigin verkferli og listrænar niðurstöður
  • öðlast öryggi í beitingu mismunandi miðlunarleiða í sinni listgrein og geti valið viðeigandi leið með tilliti til verkefna og aðstæðna hverju sinni

Hæfnisviðmið

  • öðlast sjálfstraust og sjálfstæði í þróun hugmynda og sýna áræðni við útfærslu þeirra og túlkun
  • nota ímyndunarafl, innsæi og tilfinningar við sköpun
  • gera sér grein fyrir fagurfræðilegu, siðferðilegu og samfélagslegu hlutverki listamannsins
  • greina, tjá sig um og meta eigin verk og annara af þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi
  • öðlast hæfni til að meta listrænan styrk sinn og komi auga á hagnýtingu menntunar sinnar
  • geti staðið að opinberri sýningu/tónleikum/viðburði og miðlað þar listrænum styrk sínum
  • þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum
Nánari upplýsingar á námskrá.is