TÓNF2TB02 - Tónfræði seinni áfangi

Tónfræði seinni áfangi

Einingafjöldi: 2
Þrep: 2
Forkröfur: Tónfræði fyrri áfangi
Undir tónfræðileg þekkingaratriði heyrir almenn tónfræðikunnátta, svo sem ritreglur tónlistar, leiðbeinandi orð og merki, hrynur, tóntegundir, tónbil og hljómar. Kunnátta og færni nemenda í tónfræðilegum þekkingaratriðum er mikilvæg undirstaða undir allt tónlistarnám. Því er nauðsynlegt að þessum námsþætti séu gerð góð skil og nemendur hljóti trausta þjálfun í þessum grundvallaratriðum. Mikilvægt er að tónfræðileg þekkingaratriði tengist viðfangsefnum nemenda í öðrum tónlistaráföngum og eigi þannig bakgrunn í reynsluheimi þeirra. Enn fremur er mikilvægt að setja námið í sögulegt samhengi og tengja það tónlistinni í samfélaginu hverju sinni. Miðað er við að nemendur í kynnist hljómum og öðlist reynslu af notkun þeirra frá ólíkum sjónarhornum. Gert er ráð fyrir að við lok námsins hafi nemandi gott vald á tónfræðilegum þekkingaratriðum.

Þekkingarviðmið

  • viðeigandi lykil stofntónum, hækkaðum tónum og lækkuðum tónum á tónsviðinu C-c'''
  • áttundaheitum og nótnaritun á ólíkum tónsviðum
  • nótnaritun í G-lykli, F-lykli og C-lykli
  • hlutverki lykla í nótnaritun
  • öllum helstu hugtökum og táknum sem lúta að tónstyrk

Leikniviðmið

  • þekkja og skrá viðeigandi lykil stofntónum, hækkuðum tónum og lækkuðum tónum á tónsviðinu C-c'''
  • rita nótur í G-lykli og F-lykli
  • skilja og beita helstu hugtökum og táknum sem lúta að tónstyrk
  • skilja og beita eftirfarandi hugtökum: largo, grave, lento, adagio, moderato, vivace, presto, andantino, larghetto, allegretto, accelerando, ritardando, rallentando, ritenuto, a tempo, rubato, tempo giusto
  • skilja og beita eftirfarandi hugtökum: affetuoso, animato, con brio, cantabile, dolce, energico, espressivo, grazioso, maestoso, marcato, con moto, semplice, sostenuto, con spirito, tranquillo
  • skilja og beita eftirtöldum hugtökum: molto, assai, poco, poco a poco, più, meno, sempre, subito, simile,senza, attacca, V.S. solo, tutti, opus

Hæfnisviðmið

  • hafa mjög gott vald á nótnaritun í G-lykli
  • hafa náð góðum tökum á nótnaritun í F-lykli
  • hafa kynnst nótnaritun í C-lykli
  • beita viðeigandi hugtökum og táknum þegar það á við
  • staðsetja nótur á hljómborði eftir áttundaheitum
  • leysa verkefni af öryggi og vandvirkni hvort sem er einn eða í hóp
Nánari upplýsingar á námskrá.is