EFNA2AE05 - Almenn efnafræði

almenn efnafræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: 5 einingar í efnafræði á 2 þrepi
Farið verður í oxunarhvörf og hvernig hægt er að stilla efnajöfnur með oxunartölum. Farið verður í orku í efnahvörfum er hvarfið inn eða útvermið hvarf. Inngnagur að kjarnefnafærði verður tekinn. Jafnvægislögmálið, er hvarf í jafnvægi eða ekki. Lögmál Le Châteliers verður tekið. Sýrur og basar verða skoðaðir ásamt sýrustigi.

Þekkingarviðmið

  • oxun/afoxun og oxunartölum og hvernig hægt er að nýta þær upplysingar til að stilla efnajöfnur
  • inn og útvermnum hvörfum, hvarfvarma og virkjunarorku hvarfanna
  • náttúrulegri geislavirkni og hvað helmingunartími efna er. Til hvers geilsavirk efni eru notuð
  • jafnvægisfastanum og hvafakvótanum og vita muninn á þeim. Þekkja mismundandi aðferðir til að breyta jafnvægisstöðunni (nota lögmál Le Châteliers)
  • hvað er sýra og hvað er basi. Þekkja muninn á sterkum og veikum sýrum og bösum
  • sýrustiginu og pH hugtakinu
  • sýru og basa títrunum

Leikniviðmið

  • framkvæma verklegar æfingar og vinna úr niðurstöðum þeirra
  • finna oxunartölur og jafnvægisstilla með þeim
  • reikna út orku í efnahvörfum
  • reikna út helmingunartíma geislavirkra efna
  • finna jafnvægisfastann og hvarfakvótann
  • nota lögmál Le Châteliers
  • finna sýrustig

Hæfnisviðmið

  • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
  • vinna í hóp til þess að auka skilning á fyrirbærum og ferlum í efnafræði
  • tengja efnafræði við daglegt líf og umhverfi og sjá notagildi hennar
Nánari upplýsingar á námskrá.is