SAGA2OL05 - Saga 20. aldar

20. öldin

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Inngangur að félagsvísindum
Í áfanganum er farið yfir sögu 20. aldar. Áhersla er lögð á að nemendur fái sem skýrasta mynd af mikilvægustu atburðum, þemum og hugmyndum aldarinnar ásamt skilningi á örsökum þeirra og afleiðingum. Nemendur kynnast umdeildum málefnum nútímans út frá sögulegu samhengi þeirra og ólíkum sjónarhornum.

Þekkingarviðmið

  • stöðu heimsmála við upphaf aldarinnar og þróun þeirra á tímabilinu
  • orsökum heimstyrjaldanna tveggja, framvindu þeirra og afleiðinga
  • kalda stríðinu, framvindu þess og afleiðinga
  • sögulegu samhengi mikilvægra málefna sem eru umtöluð á líðandi stundu

Leikniviðmið

  • greina stöðu heimsmála á hverjum tíma út frá sögulegu samhengi
  • meta gildi og áreiðanleika mismunandi heimilda
  • miðla sögunni á sjálfstæðan og fjölbreyttan hátt
  • nýta sér birtingarform sögunnar: kennslubækur, handbækur, fræðirit, myndefni og internetið

Hæfnisviðmið

  • afmarka söguleg málefni, geta greint meginþætti og álitamál, leita eftir mismunandi sjónarhornum, lýsa málefnum og gefa álit sitt
  • taka þátt í rökræðum um mikilvæg álitaefni út frá sögulegu samhengi
  • greina orsakir og afleiðingar helstu atburða 20. aldar
Nánari upplýsingar á námskrá.is