ÍSLE3ÆF05 - Goðsögur, ævintýri, fantasíur

Goðsögur, fantasíur, ævintýri

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: A.m.k. 10 einingar í íslensku á 2. þrepi
Í áfanganum kynnast nemendur heimi goðsagna, ævintýra og fantasía. Lögð er áhersla á tengingu og samfléttun þessara forma. Nemendur lesa stutta og langa texta úr þessari bókmenntagrein og vinna verkefni út frá þeim.

Þekkingarviðmið

  • formi og einkennum bókmenntategundarinnar
  • sögu og þróun fantasíunnar, skoði stöðu hennar innan bókmenntanna og tengsl við aðra miðla, t.d. bíómyndir og sjónvarp
  • verkum nokkurra íslenskra og erlendra fantasíuhöfunda

Leikniviðmið

  • beita helstu hugtökum bókmenntafræðinnar í umfjöllun um form og einkenni fantasíunnar
  • lesa og fjalla um fantasíur á gagnrýninn og fræðilegan hátt
  • flytja af öryggi vel byggða kynningu á bókmenntalegu viðfangsefni

Hæfnisviðmið

  • átta sig á samfélagslegri skírskotun og ná duldum boðskap og hugmyndum
  • tjá rökstudda afstöðu og taka þátt í málefnalegri umræðu um bókmenntir
  • sýna þroskaða siðferðisvitund, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í málflutningi sínum, umfjöllun og verkum
Nánari upplýsingar á námskrá.is