FRAM2FF02 - Færni til framreiðslu

Færni til framreiðslu

Einingafjöldi: 2
Þrep: 2
Forkröfur: Engar
Framreiðslumaður er lykilpersóna í starfsemi hótela og veitingahúsa og þegar kemur að því að gestir meti gæði þjónustu. Nemendum verða sýnd vinnubrögð fagmanna og vinna sjálf að uppröðun borða ásamt borðdekkningu. Farið verður yfir grunnþætti samskipta viðskiftavina og framreiðslufólks.

Þekkingarviðmið

  • hefðum um borðlagningu, meðhöndlun líns, áhalda og glasa
  • hvernig haga ber samskiptum við gesti
  • hollustu og heilbrigði í starfi og viti hvernig forðast má atvinnusjúkdóma
  • klæðaburði og mikilvægi snyrtilegrar framkomu
  • hvernig ber að ganga frá borðum og líni með viðeigandi hætti
  • hvaða vín sem hentar hverju sinni
  • þeim veitingum sem í boði eru, geti veitt um þær upplýsingar og viti hvernig þær á að framreiða
  • helstu þáttum úr sögu víngerðar
  • helstu aðferðum við framleiðslu á vínum og geymslu þeirra
  • veitingahúsum í nærumhverfi með heimsóknum og verklegum æfingum

Leikniviðmið

  • þekkja hefðir um borðlagningu, meðhöndlun líns, áhalda og glasa
  • samskiptum við gesti
  • hollustu og heilbrigði í starfi og viti hvernig forðast má atvinnusjúkdóma
  • öðlast meðvitund um klæðaburð og mikilvægi snyrtilegrar framkomu
  • ganga frá borðum og líni með viðeigandi hætti
  • ráðleggja gestum um vín sem hentar hverju sinni
  • kunna skil á þeim veitingum sem í boði eru, veita um þær upplýsingar og hvernig þær á að framreiða
  • helstu aðferðum við framleiðslu á vínum og geymslu þeirra

Hæfnisviðmið

  • þekkja hefðir um borðlagningu, meðhöndlun líns, áhalda og glasa
  • vita hvernig haga ber samskiptum við gesti
  • viðhafa hollustu og heilbrigði í starfi og hvernig forðast megi atvinnusjúkdóma
  • vera meðvitaður um klæðaburð og mikilvægi snyrtilegrar framkomu
  • ganga frá borðum og líni með viðeigandi hætti
  • ráðleggja gestum um hvaða vín sem hentar hverju sinni
  • veita upplýsingar um þær veitingar sem eru í boði hverju sinni og viti hvernig þær á að framreiða
  • þekkja helstu þætti úr sögu víngerðar
  • þekkja helstu aðferðir við framleiðslu á vínum og geymslu þeirra
  • þekkja helstu veitingahús í nærumhverfi sínu
Nánari upplýsingar á námskrá.is