MYNL2HM02 - Hreyfimyndir og myndlífgun

Hreyfimyndir og myndlífgun

Einingafjöldi: 2
Þrep: 2
Í áfanganum kynnast nemendur hugtökum tengdum hreyfimyndagerð. Ýmsar æfingar og verkefni eru lögð fyrir til að útskýra hvernig augun virka. Nemendur fá innsýn í þann hugbúnað sem notaður er við gerð hreyfimynda og æfa sig við gerð stuttra mynda.

Þekkingarviðmið

  • hugtökum tengdum hreyfimyndagerð t.d. fjöldi ramma á sekúndu, skrársnið, lykilrammar
  • hvernig augun virka við hreyfimyndagerð
  • hugbúnaði sem notaður er við gerð hreyfimynda
  • mismunandi tegundum hreyfimynda

Leikniviðmið

  • tjá sig á skýran, ábyrgan og skapandi hátt um hreyfimyndagerð
  • skipuleggja vinnuferli við undirbúning hreyfimyndar eftir eigin hugmyndum
  • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • taka þátt í umræðum um hreyfimyndagerð

Hæfnisviðmið

  • tjá skoðanir sínar á hreyfimyndagerð
  • skapa skýra sjálfsmynd og gerir sér grein fyrir nýjum tækifærum
  • búa til stutta hreyfimynd
  • geta metið eigin þekkingu og leikni ásamt því aða gera sér grein fyrir hvernig frekara nám eflir hæfni og eykur möguleika
  • vinna á skapandi hátt við listiðkun sína
  • vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi og innan samfélags greinarinnar og listarinnar
Nánari upplýsingar á námskrá.is